Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, lék næstum allan leikinn í kvöld er liðið spilaði gegn Lecce.
Albert var á meðal bestu leikmanna gestaliðsins en Kevin Strootman var valinn bestur í 1-0 tapi.
Lecce vann leikinn 1-0 en Genoa spilaði manni færri alveg frá 36. mínútu fyrri hálfleiks.
Aaron Martin var þá rekinn af velli en hann fékk tvö gul spjöld á stuttum tíma og þar með rautt.
Albert lék 89 mínútur í tapinu en sigurmark Lecce var skorað á 83. mínútu.