Það er alltaf mikið fjör í umfjöllun um Meistaradeild Evrópu á CBS Sports þar sem Kate Abdo, Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards eru í setti.
Í gær voru þau að taka viðtal við Gabriel Jesus, leikmann Arsenal, eftir 4-0 sigur á PSV.
Viðtalið var hins vegar rofið til að koma Harry Kane að eftir sigur hans og félaga sinna í Bayern Munchen á Manchester United.
„Bara svo þú vitir hvað við metum það mikils að tala við þig slitum við símtalinu við Gabriel Jesus til að ná þér,“ sagði Abdo.
„Vá,“ svaraði Henry léttur, en hann er auðvitað goðsögn Arsenal.
Kane, sem kom til Bayern í sumar frá erkifjendum Arsenal í Tottenham, sló á létta strengi. „Var það ákvörðun Thierry?“
Uppskar hann mikinn hlátur áður en Henry skaut inn í: „Mig langar bara að segja þér að þú lítur vel út í rauðu og hvítu.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
"You look good in red and white." 😏
Thierry Henry and @kate_abdo catch up with @HKane to talk Bayern Munich, the North London Derby and @carra23 speaks German. 👀 pic.twitter.com/TaRYE2IYCQ
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) September 20, 2023