Eden Hazard, fyrrum stjarna Chelsea og Real Madrid, er enn án félags en hann yfirgaf það síðarnefnda í sumar.
Hazard hefur verið orðaður við fjölmörg lið í sumar en hann er aðeins 32 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir á ferlinum.
Meiðsli hafa þó sett strik í reikning Hazard en hann náði lítið að spila hjá Real en var frábær fyrir Chelsea.
Union SG í Belgíu er talið vera að reyna að sannfæra Hazard um að ganga í raðir félagsins en óvíst er hvort það gangi upp.
Hazard myndi fá mun lægri laun í heimalandinu en hjá Real en hann hefur einnig íhugað að leggja skóna á hilluna.