Orri Steinn Óskarsson var á skotskónum fyrir lið FC Kaupmannahöfn sem spilaði við Nordsjælland í dag.
Orri var eini Íslendingurinn í þessum leik en hann kom FCK yfir snemma leiks í viðureign sem endaði 2-2.
Andreas Cornelius, fyrrum leikmaður Cardiff, kom inná fyrir Orra þegar 62 mínútur voru komnar á klukkuna.
Hann var ekki eini Íslendingurinn sem komst á blað en Stefán Ingi Sigurðsson átti flottan leikl fyrir Patro Eisden.
Patro Eisden leikur í Belgíu og mætti U23 liði Anderlecht þar sem Stefán Ingi skoraði annað mark liðsins í 3-1 sigri.