Margir Bandaríkjamenn eru gríðarlega ósáttir þessa stundina eftir ákvörðun enska úrvalsdeildarfélagsins Nottingham Forest.
Forest hefur ákveðið að velja ekki markmanninn Ethan Horvath í leikmannahóp sinn fyrir tímabilið á Englandi.
Horvath lék sex leiki fyrir Forest á síðustu leiktíð en hefur ekki tekið þátt í leik með liðinu á þessu tímabili.
Um er að ræða 28 ára gamlan markmann sem er bandarískur landsliðsmaður en hann hjálpaði Luton að komast í efstu deild síðasta vetur.
Forest hefur valið þá 25 leikmenn sem verða nothæfir í deildinni á tímabilinu og er Horvath ekki einn af þremur markmönnum sem voru valdir.
Matt Turner er aðalmarkvörður Forest og einnig landsliðsmaður Bandaríkjanna og þá voru þeir Odysseas Vlachodimos og Wayne Hennessey valdir.
Bandaríkjamenn eru undrandi á þessari ákvörðun Forest en margir voru afar hrifnir af Horvath á síðustu leiktíð.