Það er ÍR sem fylgir Dalvík/Reyni upp í Lengjudeildina þetta tímabilið en lokaumferð 2. deildar fór fram í dag.
KFA vann sitt verkefni sannfærandi gegn Sindra en Sindri var fallið fyrir leikinn og fer í 3. deild ásamt KV.
ÍR vann sinn leik sannfærandi 5-0 gegn Hött/Huginn og endar með 41 stig í öðru sæti, líkt og KFA sem er með verri markatölu.
ÍR endar með +27 í markatölu en KFA með +21 og reyndist það nóg til að tryggja sætið í næst efstu deild.
Dalvík/Reynir var búið að tryggja sér sæti sitt í Lengjunni fyrir leik gegn Völsung sem sigraðist 2-0 samkvæmt Fótbolta.net.
Hér má sjá úrslitin í lokaumferðinni.
KFA 5 – 1 Sindri
1-0 Danilo Milenkovic(’19)
2-0 Marteinn Már Sverrisson(’48)
3-0 Marteinn Már Sverrisson(’55)
3-1 Abdul Bangura(’56)
4-1 Danilo Milenkovic(’81)
5-1 Marteinn Már Sverrisson(’84)
Höttur/Huginn 0 – 5 ÍR
0-1 Stefán Þór Pálsson(‘8)
0-2 Bragi Karl Bjarkason(’23, víti)
0-3 Ívan Óli Santos(’39)
0-4 Ívan Óli Santos(’49)
0-5 Markaskorara vantar(’93)
Haukar 3 – 1 KF
KFG 2 – 4 Þróttur Vogum
Völsungur 0 – 2 Dalvík/Reynir