Callum Wilson hefur gert nýjan samning við Newcastle. Félagið staðfesti þetta í dag.
Hinn 31 árs gamli Wilson hefur reynst Newcastle traustur þjónn undanfarin ár. Hann hefur komið inn á sem varamaður í öllum leikjum tímabilsins til þessa og skorað tvö mörk.
Samningur Wilson átti að renna út eftir þessa leiktíð en hefur hann nú skrifað undir eins árs framleningu og gildir samningurinn því nú til 2025.
Newcastle er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins þrjú stig eftir slæma byrjun á leiktíðinni.
🤝 We are delighted to announce that Callum Wilson has has signed a one-year contract extension, keeping him at the club until 2025.
Well deserved, @CallumWilson! 🫡
— Newcastle United FC (@NUFC) September 15, 2023