Graham Potter fyrrym stjóri Chelsea virðist vera vandlátur og ætlar ekki að taka hvaða starf sem er.
Potter var rekinn frá Chelsea fyrr á þessu ári, á sínu fyrsta tímabili gekk ekkert upp og Potter var rekinn.
Potter hafði gert afar vel með Brighton og sökum þess er hann ennþá mjög eftirsóttur þjálfari.
Lyon í Frakklandi bauð honum starf á dögunum en Potter hafði engan áhuga á því að ræða við franska félagið.
Rangers í Skotlandi vildi einnig opna samtalið nú á dögunum en Potter var fljótur að afþakka það.
Potter er einn af þeim sem er hvað mest orðaður við starfið hjá enska landsliðinu. Búist er við því að Gareth Southgate hætti næsta sumar eftir að Evrópumótinu í Þýskalandi lýkur.