Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.
Árni kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið frá ÍA og hefur verið ansi öflugur.
Af heimasíðu Stjörnunnar:
Markmaðurinn okkar, Árni Snær hefur ákveðið að framlengja samningi sínum við félagið til næstu tveggja ára!
Árni kom inn til okkar fyrir tímabilið og hefur staðið sig með eindæmum vel!
Við erum virkilega stolt af því að halda honum innan okkar raða og hlökkum mikið til að fylgjast með honum halda áfram að bæta sinn leik.