Stjarnan á ekki möguleika á að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir tap gegn spænska liðinu Levante í undankeppninni í dag.
Staðan í hálfleik var markalaus en þær spænsku gengu á lagið í þeim seinni og skoruðu fjögur.
Undankeppnin virkar þannig að fjögur lið eru saman í riðli og þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram.
Stjarnan mun spila við Twente eða Sturm Graz í leik um þriðja sætið á laugardag.
Levante 4-0 Stjarnan
1-0 Gabi Nunes 48′
2-0 Gabi Nunes 61′
3-0 Alba Maria Redondo Ferrer 79′
4-0 Gabi Nunes 89′