Belgíska félagið Anderlecht hefur staðfest komu Kapser Schmeichel til félagsins.
Hinn 36 ára gamli Schmeichel var samingslaus eftir að samningi hans við Nice var rift. Hann gekk í raðir franska félagsins eftir fjölda ára hjá Leicester síðasta sumar en dvölin gekk ekki upp.
Markvörðurinn kemur því á frjálsri sölu til Anderlecht.
Anderlecht er í öðru sæti belgísku úrvalsdeildarinnar eftir sex leiki.
Welcome to Brussels, Kasper. 🟣⚪
— RSC Anderlecht (@rscanderlecht) September 6, 2023