fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Michael Owen með skýr skilaboð til Harry Kane

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Michael Owen er greinilega allt annað en hrifinn af þeirri hugmynd að Harry Kane fari til Bayern Munchen.

Tottenham samþykkti í dag tilboð Bayern upp á meira en 100 milljónir evra. Nú þarf Kane sjálfur að taka ákvörðun um hvað hann vill gera.

„Ég veit að Bayern er risastórt félag og ég ber mikla virðingu fyrir þeim en ef ég væri Harry Kane myndi ég vera áfram hjá Tottenham. Það er ekkert frábær árangur að vinna bikar með Bayern. Ég myndi skilja ef hann færi í Real Madrid eða eitt af tveimur bestu liðum Englands,“ skrifar Owen á samfélagsmiðla.

Owen vill að Kane verði áfram á Englandi til að ná markameti Alan Shearer í ensku úrvalsdeildinni. Það er 260 mörk en Kane er í 213 mörkum.

„Að verða markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er stærra afrek en að vinna deild þar sem eitt lið hefur mikla yfirburði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Í gær

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur