Liverpool er óvænt byrjað að ræða við Kylian Mbappe og þann möguleika að fá leikmanninn á láni í vetur.
The Mirror fullyrðir þessar fregnir en Mbappe vill komast burt frá Paris Saint-Germain og þá sem fyrst.
Al-Hilal í Sádí Arabíu bauð í franska landsliðsmanninn á dögunum en hann hefur engan áhuga á að spila þar í landi.
Mbappe er talinn vera einn allra besti fótboltamaður heims en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum í París.
Liverpool er sagt vilja fá Mbappe lánaðan út tímabilið en PSG vill helst selja áður en samningur leikmannsins rennur út.