fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Fram lætur Jón Sveinsson fara

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 16:55

Jón Þór Sveinsson er þjálfari Fram/ Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram hefur látið Jón Sveinsson þjálfara fara eftir dapurt gengi undanfarið.

Liðið er í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af ellefu síðustu leikjum sínum.

Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Jón gæti verið á útleið og nú hefur það verið staðfest.

Jón hafði stýrt Fram síðan 2019 og náð góðum árangri þar til gengið fór niður á við á þessari leiktíð.

Ragnar Sigurðsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Jóns og Aðalsteinn Aðalsteinsson, yfirmaður knattspyrnumála, taka við liðinu, í bili hið minnsta.

Yfirlýsing Fram
Kæru FRAMarar,

Stjórn Knattspyrnudeildar FRAM hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að semja um starfslok við Jón Þóri Sveinsson sem þjálfara meistaraflokksliðs karla.

Jón Þórir, eða Nonni, er gríðarlega stór og mikilvægur partur af sögu FRAM, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann spilaði vel yfir 300 leiki fyrir FRAM og tók svo við þjálfun karlaliðs FRAM haustið 2018 á erfiðum tímum og afrekaði það sem allir FRAMarar biðu eftir, að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu. Alls hefur Nonni stýrt liðinu í fimm ár við góðan orðstír.

Breyting sem þessi er aldrei auðveld, né þægileg og á það sérstaklega við í þessu tilfelli. Það er þungt skref fyrir alla sem koma að knattspyrnudeild FRAM að nú sé komið að leiðarlokum. Seint verður Nonna þakkað nægilega fyrir hans metnað, vinnu og umhyggju fyrir félaginu og hvetjum við alla FRAMara til að sameinast í þökkum fyrir hans mikla og mikilvæga framlag.

Stjórn knattspyrnudeildar telur breytingar nauðsynlegar á þessum tímapunkti til að tryggja áframhaldandi veru liðsins í Bestu deildinni. Ásamt Nonna lætur Þórhallur Víkingsson einnig af störfum og þökkum við honum fyrir hans framlag. Við óskum Nonna og Þórhalli alls hins besta í framtíðar verkefnum.

Ragnar Sigurðsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson hafa þegar tekið við stjórn liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Konate opinn fyrir því að fara í sumar

Konate opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal