Sadio Mane er búinn að fá þær fréttir að hann sé ekki inni í myndinni hjá Bayern Munchen fyrir næstu leiktíð.
Frá þessu greinir the Kicker í Þýskalandi en Mane gekk aðeins í raðir Bayern frá Liverpool á síðustu leiktíð.
Mane var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og kýldi þá einnig liðsfélaga sinn, Leroy Sane, sem olli miklu fjaðrafoki.
Kicker segir að Bayern sé búið að tjá Mane að hann verði ekki lykilmaður á næstu leiktíð og er nú leitast eftir því að selja hann.
Mane gerði þriggja ára samning við Bayern en hann hefur verið orðaður við lið í Sádí Arabíu.