Granit Xhaka hefur harðneitað þeim sögusögnum að hann hafi verið óánægður á Englandi eftir að hafa yfirgefið Arsenal.
Talað var um að Xhaka og eiginkona hans væru að reyna að flýja England sem fyrst en hann þvertekur fyrir þær fregnir.
Xhaka segir að hann hafi verið ánægður í London en ákvað að taka tækifærinu á að ganga í raðir Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Svissnenski landsliðsmaðurinn þekkir vel til Þýskalands en hann lék með Gladbach áður en hann hélt til Englands.
,,Það hafa verið sögusagnir á kreiki um að ég og mín eiginkona hafi ekki verið ánægð á Englandi en það er alls ekki rétt,“ sagði Xhaka.
,,Sem manneskja þá er ég alltaf áhugasamur um nýjar áskoranir. Eftir sjö ár þá var kominn tími á að prófa eitthvað nýtt.“
,,Deildin er ekki ný fyrir mig en félagið er það.„