Brenden Aaronson er á förum frá Leeds í sumar og er Þýskaland líklegur áfangastaður.
Hinn 22 ára gamli Aaronson gekk í raðir Leeds frá RB Salzburg síðasta sumar. Bandaríkjamaðurinn heillaði hins vegar ekki mikið og er líklega á förum.
Samkvæmt The Athletic er Aaronson á leið til Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Verður hann lánaður þangað út næstu leiktíð ef marka má nýjustu fréttir.
Hjá Union mun Aaronson spila í Meistaradeild Evrópu en eftir mikinn uppgang undanfarin ár hafnaði liðið í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Miðjumaðurinn spilaði 36 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark. Leeds féll auðvitað niður í ensku B-deildina.