Manchester United ætlar að reyna að selja Fred frá félaginu í sumar og gamall vinur vill hjálpa til við það.
Jose Mourinho hefur áhuga á því að kaupa Fred til Roma á Ítalíu.
Mourinho þekkir vel til Fred enda keypti hann miðjumanninn til United árið 2018.
Mourinho var rekinn skömmu síðar en hefur alltaf haft mikið dálæti á Fred og vill vinna með honum aftur.
Mourinho hefur verið duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir en hjá Roma í dag eru Chris Smalling og Nemanja Matic sem áður voru hjá United.
Framtíð Fred er í óvissu eftir að Mason Mount var keyptur til United í gær.