fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

KSÍ hafnar kæru frá KR

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 19:00

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri fyrrum framkvæmdarstjóri ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál nr. 8/2023 – KR gegn Fylki vegna leiks í Lengjudeild kvenna sem fram fór þann 12. maí síðastliðinn. KR taldi að lið Fylkis hefði verið ólöglega skipað og krafðist þess að KR yrði dæmdur sigur í leiknum.

Í greinargerð KR kom eftirfarandi fram:
„Í leiknum sem fram fór föstudaginn 12. maí síðastliðinn var skráð á leikskýrslu Birna Kristín Einarsdóttir sem liðsstjóri. Hún var ekki skráð meðal varamanna liðs Fylkis en félagið hafði skráð 7 aðra leikmenn sem varamenn á leikskýrslu.

Á 85. mínútu leiksins var Birnu Kristínu hins vegar skipt inn á í stað Birtu Margrétar Gestsdóttur. Þessi skipting var félaginu óheimil enda tiltekið í gr. 9.6. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót að hámarksfjöldi varamanna í leik skulu vera 7. Fylkir hafði kráð 7 varamenn en skipti inni á leikmanni sem ekki var tilgreindur meðal þeirra varamanna.“

Í svari Fylkis kemur fram að villan hafi verið á vef KSÍ en félagið hafi látið dómara vita af breytingu fyrir leik og var fallist á þá útskýringu og málinu vísað frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli