Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla en spilað var í Keflavík sem og á Víkingsvellinum.
ÍBV vann gríðarlega góðan 3-1 útisigur á Keflavík en seinni hálfleikurinn í kvöld var fínasta skemmtun.
Keflavík komst yfir á 66. mínútu en Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum í kjölfarið og unnu 3-1 sigur.
Oliver Heiðarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og komst á blað undir lokin.
Það var þá eitt mark skorað í hinum leiknum en þar áttust við Víkingur Reykjavík og KA.
Varnarmaðurinn Gunnar Vatnhamar sá um að tryggja Víkingum sigur með marki undir lok leiks.
Einn leikur er eftir í kvöld er Valur tekur á móti Stjörnunni klukkan 19:15.
Keflavík 1 – 3 ÍBV
1-0 Sami Kamel(’66)
1-1 Hermann Þór Ragnarsson(’70)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested(’74)
1-3 Oliver Heiðarsson(’79)
Víkingur R. 1 – 0 KA
1-0 Gunnar Vatnhamar(’87)