fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Viðræðurnar færast á lykilstig

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 08:12

Mauricio Pochettino. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður á milli Chelsea og Mauricio Pochettino halda áfram í þessari viku.

Chelsea er í stjóraleit eftir að Graham Potter var látinn fara á dögunum. Frank Lampard stýrir nú liðinu en aðeins fram á sumar.

Julian Nagelsmann var efstur á blaði Todd Boehly þar til í síðustu viku, þegar hann dró sig úr viðræðum. Pochettino er nú fyrsti kostur.

Fabrizio Romano segir að viðræðurnar við Pochettino fari á ákveðið lykilstig í þessari viku og að hún verði mikilvæg er kæmi að ákvörðun Chelsea um næsta stjóra.

Pochettino hefur verið án starfs frá því hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain síðasta vor.

Hann hefur áður stýrt Tottenham um árabil, sem og Southampton og hefur því mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum