fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sporting sló út Arsenal í Evrópudeildinni

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 22:47

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sporting Lisbon er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Arsenal í leik kvöldsins sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Fyrri leik liðanna í Portúgal lauk með 2-2 jafntefli og því var von á afar áhugaverðum leik í kvöld.

Arsenal komst yfir í fyrri hálfleik með góðu marki frá svissneska miðjumanninum Granit Xhaka. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Seinni hálfleikurinn bauð síðan upp á eitt flottasta mark Evrópudeildarinnar hingað til á þessu tímabili.

Þegar að rétt rúmar 60. mínútur höfðu liðið leiks fékk Pedro Goncalves, leikmaður Sporting, boltann við miðjubogann og hann gerði sér lítið fyrir og lét vaða í áttina að marki Arsenal.

Knötturinn sveif yfir Aaron Ramsdale í markinu og endaði í netinu, staðan orðin 1-1.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu leikmenn Sporting úr öllum sínum spyrnum á meðan að Gabriel Martinelli, leikmanni Arsenal brást bogalistin í sinni spyrnu.

Sporting fór því áfram og dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun.

Liðin sem hafa tryggt sig áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar:

Sevilla
Feyenoord
Manchester United
Juventus
Bayer Leverkusen
Roma
Royale Union Saint Gilloise
Sporting Lisbon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“