fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Aron Einar og Mikael Anderson í sigurliðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2023 19:56

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir íslenskir landsliðsmenn voru á ferðinni með sínum félögum í heimsfótboltanum í kvöld.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Al Arabi sem vann 0-1 sigur á Al-Gharafa í katarska boltanum.

Eina mark leiksins gerði Youssef Msakni á 38. mínútu.

Al Arabi þurfti svo að spila manni færri frá 67. mínútu en hélt út.

Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Al-Duhail.

Mikael Neville Anderson. Mynd/Getty

Í dönsku úrvalsdeildinni lék Mikael Neville Anderson nær allan leikinn með AGF í 1-3 sigri á Randers.

Fyrstu tvö mörk liðsins gerðu þeir Mikkel Duelund og Patrick Mortensen sitt hvoru megin við hálfleikinn. Sigurd Haugen skoraði svo í blálokin.

AGF situr í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“