Markmaður í Championship deildinni gæti átt pláss í enska landsliðshópnum fyrir næsta verkefni.
Enskir miðlar greina frá en markmaðurinn umtalaði heitir Anthony Patterson og spilar með Sunderland.
Patterson hefur verið frábær fyrir Sunderland á tímabilinu og gæti verið þriðji eða fjórði kostur Englands fyrir leiki gegn Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM.
Talið er að Patterson fái allavega að æfa með aðalliðinu en hann hefur nú þegar leikið fyrir U21 liðið.
Um er að ræða 22 ára gamlan markmann sem hefur spilað 34 leiki á tímabilinu og fengið á sig 38 mörk í deild.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var mættur á völlinn í gær er Sunderland tapaði 2-1 gegn Coventry og horfði á frammistöðu leikmannsins.