David Moyes verður rekinn sem stjóri West Ham ef liðið tapar næsta leik.
The Times heldur þessu fram í dag.
West Ham hefur ollið miklum vonbrigðum á þessari leiktíð eftir að hafa átt tvö góð ár þar á undan.
Nú sitja Hamrarnir í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Næsta laugardag tekur West Ham á móti nýliðum Nottingham Forest. Tapi liðið þar verður Moyes rekinn ef marka má nýjustu fréttir.
Moyes hefur verið stjóri 2019. Hann stýrði liðinu einnig 2017 til 2018.
Skotinn hefur einnig verið við stjórnvölinn hjá liðum á borð við Manchester United, Everton og Real Sociedad á þjálfaraferlinum.