Adriano, fyrrum leikmaður Inter Milan, er kominn í vesen eftir myndir sem hann birti á Instagram síðu sína á dögunum.
Þar mátti sjá Adriano fagna 41 árs afmæli sínu og sást með rauðhærðri fyrirsætu sem ber nafnið Raquel Bastos.
Adriano fékk að heyra það frá eiginkonu sinni, Micaela Mesquita, sem lét ummæli flakka á sinni Instagram síðu.
Adriano og Micaela eru enn gift en þó aðskilin og var hún ekki sátt með myndirnar sem eiginmaðurinn birti.
Það var enn einhver von í að bjarga hjónabandinu en eftir þessa hegðun Brasilíumannsins er ljóst að það er úr sögunni.
,,Oh, hversu fallegt! Ég óska þér alls hins besta í lífinu. Adriano, sendu mér skilnaðarpappírana,“ sagði Micaela.
,,Jafnvel þó við séum aðskilin þá mun ég aldrei gleyma þessum degi. Til hamingju með daginn! Hálfviti.“