Raphael Varane, leikmaður Manchester United, hefur útskýrt af hverju hann er hættur að leika með franska landsliðinu.
Varane er aðeins 29 ára gamall en gaf það út fyrr í mánuðinum að hann væri hættur að leika með þeim frönsku.
Ástæðan er sú að álagið var einfaldlega of mikið fyrir varnarmanninn og þarf hann ákveðna pásu til að einbeita sér að félagi sínu.
,,Ég gaf allt í verkefnið, bæði andlega og líkamlega. Hæsti gæðaflokkurinn er eins og uppþvottavél, þú spilar allan tímann og hættir aldrei,“ sagði Varane.
,,Dagskráin er stútfull og það er engin pása. Mér leið eins og ég sé að kafna og að leikmaðurinn Varane sé að gleypa manneskjuna Varane.“