Það muna margir eftir knattspyrnumanninum Ze Roberto sem gerði garðinn frægan í Þýskalandi.
Roberto lék einnig fyrir lið eins og Real Madrid og Bayer Leverkusen en hann lagði skóna á hilluna árið 2017.
Roberto er 48 ára gamall í dag en er í ótrúlegu standi og sér gríðarlega vel um sjálfan sig.
Um er að ræða fyrrum miðjumann og bakvörð sem spilaði yfir 80 landsleiki fyrir Brasilíu.
Roberto hefur ekki hægt á sér eftir að ferlinum lauk og vekur það verulega athygli.