Joana Danz, eiginkona Dani Alves, vill skilja við hann í kjölfar ásakanna um kynferðisofbeldi á hendur honum.
Hinn 39 ára gamli Alves er sakaður um að hafa misnotað konu kynferðislega á næturklúbbi á Spáni í lok desember en hann neitar sök í málinu. Hann segist hafa stundað kynlíf með samþykki beggja aðila. Hann sætir nú rannsókn en situr í fangelsi á meðan.
Konan sakar Alves um að hafa snert sig innan klæða án hennar samþykkis á næturklúbbnum.
Joana, sem er tíu árum yngri en Alves, hefur tjáð lögmönnum sínum að hún vilji skilnað. Hún hefur eytt öllum myndum af þeim saman af Instagram.
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum neitaði Alves að hitta hana er hún heimsótti fangelsi hans á dögunum.
Alves var á mála hjá Pumas í Mexíkó þegar atvikið átti sér stað. Í ljósi aðstæðna hefur félagið látið hann fara.
Á sínum atvinnumannaferli hefur Alves leikið með liðum á borð við Barcelona, Paris Saint-Germain og Juventus. Þá á hann að baki yfir eitt hundrað leiki fyrir brasilíska A-landsliðið. Hann var hluti af leikmannahópi Brasilíu á HM í Katar undir lok síðasta árs.