Jorginho er að ganga í raðir Arsenal frá Chelsea.
Miðjumaðurinn hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2018 en færir sig nú um set innan Lundúna.
Arsenal mun greiða Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.
The Sun tók saman líklegt byrjunarlið Arsenal með Jorginho þegar allir eru heilir. Þar er talið að Granit Xhaka þurfi að taka sér sæti á bekknum ef Jorginho kemur inn í byrjunarliðið.