Nýju tilboði Arsenal í Moses Caicedo hefur verið hafnað af Brighton. Sky Sports segir frá.
Þetta var í annað skiptið sem Arsenal býður í leikmanninn. Hljóðaði þetta tilboð upp á 70 milljónir punda en það fyrra upp á 60 milljónir.
Brighton stendur fast á sínu og heldur því fram að Caicedo sé ekki til sölu.
Arsenal er í leit að styrkingu á miðsvæði sitt fyrir komandi átök á seinni hluta leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Sér félagið Caicedo sem góðan kost.
Leikmaðurinn vill fara á Emirates en Brighton vill ekki leyfa honum það í þessum mánuði.