fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Tilkynnti sambandsslit en eyddi svo færslunni – Virðist skella skuldinni á fjölskylduna

433
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt helstu miðlum erlendis hafa þau Gabriel Jesus og Raiane Lima slitið sambandi sínu. Þau höfðu verið saman í eitt og hálft ár.

Hinn 25 ára gamli Jesus er knattspyrnumaður og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal.

Fjölmiðlar í Brasilíu sögðu upphaflega frá því að þau væri hætt saman. Lima, sem er fjórum árum yngri en Jesus, staðfesti tíðindin síðar á Instagram en eyddi svo færslunni.

„Áður en slúðrið fer á flug við ég láta ykkur vita að við Gabriel erum ekki lengur par,“ stóð í færslunni sem nú er horfin.

„Þeir sem vilja dæma gera það. Þeir sem vilja fagna gera það (sérstaklega fjölskyldumeðlimir).

Það voru engin svik. Það var bara svo mikil pressa frá öllu og öllum. Við náðum vel saman en vandamál annara náðu alltaf til okkar. Ég get þetta ekki lengur og ætla ekki að pína mig í eitthvað sem er að drepa mig.“

Það eru aðeins átta mánuðir síðan Lima og Jesus eignuðust dótturina Helenu.

Lima hefur fjarlægt allar myndir af þeim Jesus af Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid