fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Opnar sig um sjokkerandi og örlagaríkt símtal fyrir sig frá Sir Alex

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 18:30

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Ince, fyrrum leik­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Manchester United, snýr aftur á sinn gamla heima­völl Old Traf­ford á laugar­daginn er hann stýrir nú­verandi liði sínu Rea­ding í leik gegn Manchester United í ensku bikar­keppninni.

Í inn­slagi sem tekið var upp nú í að­draganda leiksins var Paul Ince spurður út í ör­laga­ríka stund í hans lífi, á hans knatt­spyrnu­ferli árið 1995, þegar að Sir Alex Fergu­son þá­verandi knatt­spyrnu­stjóri Manchester United hringdi í hann og tjáði Ince að fé­lagið hefði sam­þykkt til­boð í hann.

Ince var þá 27 ára gamall að spila golf með liðs­fé­laga sínum hjá Manchester United, Ryan Giggs, þegar að sími hans hringdi. Á hinni línunni var Sir Alex.

,,Hann spurði mig hvar ég væri og ég svaraði honum því að ég væri að spila golf. Þá sagðist hann þurfa að hitta á mig. Ég svaraði því á þá leið að ég myndi þá líta við á skrif­stofunni hans morguninn eftir en þá sagðist hann þurfa sjá mig undir eins.“

Ince gerði sér því ferð á fé­lags­svæði Manchester United nær sam­stundis til þess að hitta Sir Alex sem tjáði Ince að fé­lagið hefði sam­þykkt til­boð frá efstu deildar liði Inter Milan á Ítalíu.

,,Á þessum tíma hafði ég verið í við­ræðum við Manchester United um nýjan fjögurra ára samning og hafði eytt tíu árum hjá fé­laginu þannig að auð­vitað var þetta sjokk fyrir mig.

Ég átti enn eftir að ná há­tindi míns ferils en eftir­á­hyggja var þetta eitt það besta sem gerðist fyrir mig, að fara til Inter Milan. Ég lærði nýtt tungu­mál, upp­lifði nýja menningu. Þá var Serie A besta deildar­keppni í heimi á þessum tíma.“

Ince segir það hafa verið frá­bært að upp­lifa Ítalíu en hann hafi hins vegar ekki viljað fara frá Manchester United.

,,Nei, af hverju hefði ég átt að vilja það? Við vorum ný­búin að eignast son okkar Thomas, hann var að­eins 2 ára á þessum tíma.

Við vorum ný­búin að finna leik­skóla handa honum og allt klappað og klárt fyrir okkur sem fjöl­skyldu að vera í Manchester næstu fjögur árin.“

Knatt­spyrnu­menn vilji upp­lifa það að þeir séu metnir að sínum verð­leikum, eftir­sóttir hjá sínu fé­lagi.

,,Ég upp­lifði það ekki á þessum tíma en skildi þó og virti á­kvörðun knatt­spyrnu­stjórans sem vildi ekki hafa mig lengur hjá fé­laginu og hélt því á­fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?