Gerard Pique virðist staðfesta samband sitt við hina 23 ára gömlu Clöru Chia með nýrri færslu á Instagram, þar sem hann birtir mynd af þeim saman.
Knattspyrnumaðurinn 35 ára gamli hætti með eiginkonu sinni Shakiru í fyrra. Hafa sambansslitin verið ansi stormasöm, en þau höfðu verið saman í tólf ár og eiga tvö börn saman.
Shakira sakaði Pique um framhjáhald með Clöru.
Eftir sambandsslitin hefur hún farið mikinn og til að mynda samið lag þar sem hún urðar yfir Pique.
Nú hefur Pique hins vegar staðfest að hann og Clara séu byrjuð saman.