Southampton tók á móti Newcastle í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Mikið var um hasar í þessum hörkuleik og fór fjöldi spjalda á loft.
Það var markalaust eftir fyrri hálfleik en svo dró til tíðinda á 73. mínútu leiksins þegar Joelinton kom gestunum yfir.
Skömmu síðar kom Adam Armstrong knettinum í netið og virtist vera að jafna fyrir Southampton. Markið var hins vegar dæmt af með hjálp VAR.
Undir lok leiks fékk Duje Caleta-Car í liði heimamanna að líta sitt annað gula spjald.
Manni fleiri sigldi Newcastle sigrinum heim og fer með eins stigs forskot í seinni leikinn. Sá fer fram eftir viku.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Nottingham Forest og Manchester United.
Fyrrnefnda liðið á heimaleikinn í einvíginu og fer hann fram á morgun.