Íslenski markvörðurinn Jökull Andrésson hefur verið lánaður til Exeter frá Reading í þriðja sinn.
Um aðeins sjö daga lán er að ræða, svokallað neyðarlán vegna meiðsla markvarðarins Jamal Blackman.
Exeter leikur í ensku C-deildinni og tekur á móti Barnsley í kvöld. Verður Jökull á milli stanganna.
Hinn 21 árs gamli Jökull hefur verið hjá Reading síðan 2017. Hann á þó enn eftir að leika mótsleik fyrir aðalliðið.
Ohhhh go on, one more time then!! https://t.co/giU6Z7Sbza
— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) January 24, 2023