Dagur Dan Þórhallsson er á leið frá Breiðabliki til Orlando City í MLS-deildinni vestan hafs.
Það er greint frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Dagur var frábær fyrir Íslandsmeistara Blika síðasta sumar. Hann skoraði til að mynda níu mörk í 25 leikjum í Bestu deildinni.
Nú tekur hann skrefið erlendis á ný, en hann hefur áður verið í atvinnumennsku í Noregi.
Dagur kom upp í gegnum yngri flokka Hauka og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með félaginu.
Kappinn hefur einnig leikið með Fylki og Keflavík hér heima, auk Breiðabliks.
Tímabilið í MLS-deildinni hefst á ný í lok febrúar.