Það er vonlaust fyrir Borussia Dortmund að halda í miðjumanninn Jude Bellingham sem spilar með félaginu.
Enskir miðlar greina frá þessu en Bellingham er á óskalista Liverpool, Real Madrid, Chelsea, Manchester United og Manchester City.
Um er að ræða 19 ára gamlan enskan landsliðsmann sem Dortmund vill alls ekki losna við.
Dortmund er tilbúið að gera Bellingham að launahæsta leikmanni liðsins og tvöfalda laun hans í 180 þúsund pund á viku.
Bellingham er hins vegar búinn að taka ákvörðun um að fara og mun ekki samþykkja tilboð liðsins sem verður boðið í næstu viku.