Myndband gengur nú um samfélagsmiðla þar sem Mykhaylo Mudryk, stjarna Shakhtar Donetsk, virðist eiga í djúpum samræðum við Darijo Srna, yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu.
Hinn 22 ára gamli Mudryk hefur verið sterklega orðaður við Arsenal undanfarið. Hann vill ólmur fara til félagsins og hefur gefið það í skyn á samfélagsmiðlum.
Arsenal hefur mikinn áhuga á að fá leikmanninn og boðið tvisvar sinnum í hann. Það vantar hins vegar töluvert upp á til að félögin tvö komi sér saman um kaupverð.
Mudryk ferðaðist með Shakhtar í æfingaferð til Tyrklands og myndbandið sem um ræðir er þar. Þar talar kantmaðurinn við Srna í lyftingarsalnum.
Mudryk hefur einnig verið orðaður við Chelsea. Líkurnar á því að hann fari þangað virðast hins vegar minni eftir að Joao Felix kom á láni frá Atletico Madrid.
Hér að neðan má sjá myndbandið.
🎥| Mudryk and Darijo Srna as Shakhtar Donetsk begins their training camp in Turkey. pic.twitter.com/4fPNRGECaC
— Arsenal Buzz (@ArsenalBuzzCom) January 11, 2023