Cristiano Ronaldo er genginn í raðir Al Nassr í Sádí Arabíu en hann gerði tveggja ára samning við félagið á dögunum.
Ronaldo má ekki spila sinn fyrsta leik fyrr en 21. janúar en er byrjaður að æfa með liðsfélögum sínum.
Ronaldo horfði í gær er Al Nassr spilaði við Al Taee í efstu deild en Anderson Talisca skoraði bæði mörk liðsins.
Al Nassr birti myndband af leikmanninum fagna í klefanum og var ánægður með 2-0 sigurinn að lokum.
Myndbandið má sjá hér.
Ronaldo’s reaction to @talisca_aa’s 2nd Goal 👏🏼🤩 pic.twitter.com/6s1hLRFLAj
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) January 6, 2023