fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu furðulegt atvik í rimmu Messi gegn Heimi – Öryggisverðir nálægt því að strauja stórstjörnuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp furðulegt atvik í leik Argentínu og Jamaíka í Bandaríkjunum í nótt.

Um var að ræða vináttulandsleik, en þetta var jafnframt fyrsti leikur Heimis Hallgrímssonar sem þjálfari Jamaíka.

Það var Julian Alvarez sem sem kom Argentínu yfir strax á 13. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Lionel Messi byrjaði á varamannabekknum en kom inn á 56. mínútu. Hann bætti við tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili undir lok leiks og innsiglaði 3-0 sigur Argentínu.

Eftir að Messi skoraði annað marka sinna komst stuðningsmaður inn á völlinn. Hann bað stórstjörnuna um að árita bakið á sér, eitthvað sem Messi var til í að gera.

Þá komu hins vegar öryggisverðir á svæðið og tækluðu manninn. Þeir voru hins vegar nálægt því að tækla Messi í leiðinni.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar