fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Ræddu óvænt brotthvarf Arnars frá Akureyri – „Arnar þarf að róa allt í kringum sig“

433
Mánudaginn 26. september 2022 14:00

Arnar Grétarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson lét af störfum sem þjálfari KA á föstudag en félagið ákvað að láta hann hætta eftir að Arnar gerði munnlegt samkomulag við annað félag.

Fjallað hefur verið um það að Arnar sé að taka við Val eftir tímabilið en Ólafur Jóhannesson verður þá samningslaus.

„Þetta eru Exit sem báðir aðilar vildu, það heyrðist úr báðum áttum. KA reyndist Arnari vel og Arnari reyndist KA vel,“ sagði Hjörar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Það vekur nokkra athygli að KA bauð Arnari aldrei nýjan samning en Jóhann Már Helgason telur að allt hafi farið af stað þegar Arnar Grétarsson fór í viðtal á Stöð2 á dögunum. KA situr í þriðja sæti Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppni en Hallgrímur Jónasson tekur við.

„Þetta byrjar allt með þessu fræga viðtali sem Arnar fer í og segir að ekki sé byrjað að ræða nýjan samning og hann gefur svo sterkt til kynna að hann geti frekar hugsað sér að þjálfa lið á höfuðborgarsvæðinu. KA gera aldrei neitt samningstilboð, hann gaf til kynna að hann vildi ekki vera þarna áfram,“ segir Jóhann.

Valur hafi reynt að fá Heimi Hallgrímsson til starfa en þegar hann afþakkaði boðið var röðin komin að Arnari. „Þegar Heimir Hallgrímsson var ekki að fara að taka við Val, þá stökkva þeir hratt til.“

Hjörvar segir að kergja hafi verið fyrir Norðan. „Eins og það hefur gengið frábærlega hjá KA þá hefur mikið gengið á,“ segir Hjörvar og hélt áfram. „Arnar þarf að líka að róa allt í kringum sig, það hefur verið æsingur í kringum hann. Þeir Valsmenn sem ég þekki myndu ekki fýla þetta allt, núna þarf hann að taka fund með öllu sínu gengi og segja öllum að róa sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton