fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Fyrrum stjóri Jóhanns Berg segir bull að hann hafi ekki viljað útlendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Dyche, fyrrum knattspyrnustjóri Burnley, segir algjörlega rangt að hann hafi haft eitthvað á móti því að fá erlenda leikmenn til félagsins.

Dyche var stjóri Burnley í tíu ár en var látinn fara í vor eftir slæmt gengi. Liðið féll í kjölfarið niður í B-deildina.

Burnley var oft það lið í ensku úrvalsdeildinni með flesta enska leikmenn. Dyche hafði þó ekkert á móti því að fá inn erlenda leikmenn.

„Það er gjarnan einhver misskilningur í gangi með svona hluti,“ segir Dyche við Sportbible.

Dyche segir að stjórnin hafi lengi vel ekki sett mikla áherslu á að fá inn erlenda leikmenn. Svo kom hins vegar inn ný stjórn sem horfði meira út fyrir England.

„Það er algjört bull að mér hafi ekki líkað við erlenda leikmenn. Auðvitað elska ég erlenda leikmenn. Af hverju myndir þú ekki gera það? Þetta eru bara leikmenn. Þú vilt leikmenn sem eru góðir og gera liðið þitt betra,“ segir Dyche.

Jóhann Berg Guðmundsson lék undir stjórn Dyche í sex ár, en Íslendingurinn er enn á mála hjá Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Í gær

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum