fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Fyrrum stjóri Jóhanns Berg segir bull að hann hafi ekki viljað útlendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Dyche, fyrrum knattspyrnustjóri Burnley, segir algjörlega rangt að hann hafi haft eitthvað á móti því að fá erlenda leikmenn til félagsins.

Dyche var stjóri Burnley í tíu ár en var látinn fara í vor eftir slæmt gengi. Liðið féll í kjölfarið niður í B-deildina.

Burnley var oft það lið í ensku úrvalsdeildinni með flesta enska leikmenn. Dyche hafði þó ekkert á móti því að fá inn erlenda leikmenn.

„Það er gjarnan einhver misskilningur í gangi með svona hluti,“ segir Dyche við Sportbible.

Dyche segir að stjórnin hafi lengi vel ekki sett mikla áherslu á að fá inn erlenda leikmenn. Svo kom hins vegar inn ný stjórn sem horfði meira út fyrir England.

„Það er algjört bull að mér hafi ekki líkað við erlenda leikmenn. Auðvitað elska ég erlenda leikmenn. Af hverju myndir þú ekki gera það? Þetta eru bara leikmenn. Þú vilt leikmenn sem eru góðir og gera liðið þitt betra,“ segir Dyche.

Jóhann Berg Guðmundsson lék undir stjórn Dyche í sex ár, en Íslendingurinn er enn á mála hjá Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Í gær

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín