fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Ræddu „átakamiðaðan“ Arnar Þór og hrinu samstarfsslita – „Hlýtur að vera einhvers konar Evrópumet“

433
Mánudaginn 19. september 2022 13:30

Torg: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur verið þjálfari karlalandsliðs Íslands síðan í lok árs 2020. Síðan þá hefur hann slitið samstarfi við nokkra.

Málið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Þar voru rifjuð upp nokkur af þeim skiptum þar sem Arnar hefur kosið að starfa ekki áfram með fólki.

„Arnar Þór Viðarsson virðist vera afar átakamiðaður. Honum tekst ekki að vinna með Lars Lagerback,“ segir Hjörvar Hafliðason, en Lars var ráðgjafi í teymi Arnars Þórs fyrst um sinn. Hann er auðvitað fyrrum þjálfari karlalandsliðsins og fór með því á lokakeppni EM 2016.

Hjörvar heldur áfram. „Hann getur ekki unnið með Þorgrími Þráins. Það hlýtur að vera einhvers konar Evrópumet. Hann gat ekki unnið með Frikka (Friðriki Ellert Jónssyni) sjúkraþjálfara.“

Albert Brynjar Ingason bendir þá á að Arnar hafi ekki valið Albert Guðmundsson í hópinn á dögunum, þar sem hann var ekki sáttur með hugarfar leikmannsins. „Svo kemur smá togstreita á milli leikmanns og þjálfara og þá er leikmaðurinn utan hóps,“ segir Albert Brynjar, sem er frændi sóknarmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

United sagt leiða kapphlaupið

United sagt leiða kapphlaupið
433Sport
Í gær

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum