fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári öruggur í starfi í Hafnarfirði – „Þessi ráðning var til framtíðar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 13:30

Eiður Smári og FH-ingar eru í veseni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er til umræðu hjá FH að skipta um þjálfara en fyrr á tímabilinu var Ólafur Jóhannesson rekinn úr starfi vegna slæms árangurs í Bestu deild karla. Eiður Smári Guðjohnsen var ráðinn til starfa en honum hefur ekki tekist að vinna deildarleik í sjö tilraunum.

Eftir níu leiki í Bestu deildinni í sumar var ákveðið að reka Ólaf Jóhannesson, liðinu vegnaði ekki vel og hafði aðeins safnað 0,88 stigi að meðaltali í leik. Slíkur árangur telst arfaslakur í Kaplakrika og var því ákveðið að reka einn sigursælasta þjálfara í sögu íslenska fótboltans.

„Staðan er mjög erfið, við erum í slæmum málum. Við erum á stað sem við ætluðum ekki að vera á þegar tímabilið fór af stað. Við töldum fyrir tímabilið og vorum vongóðir um það að við værum að fara að berjast í efri hlutanum. Það hefur ekki ræst. Ég held að allir, leikmenn, þjálfarar og við sem eru í kringum félagið verðum að átta okkur á því að frammistaðan hefur ekki verið góð,“ segir Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í samtali við 433.is.

Eiður Smári Guðjohnsen var ráðinn í hans stað en frá því að hann tók við hefur FH-skútan sokkið dýpra. Undir stjórn Eiðs í Bestu deildinni hefur FH spilað sjö leiki og safnað 0,43 stigi að meðaltali í leik. FH tapaði 0-3 gegn KA á heimavelli í gær og situr í tíunda sæti deildarinnar. Leiknir sem situr í ellefta sæti á tvo leiki til góða og getur með sigri í kvöld sett stórveldið FH í fallsæti.

„Þetta er mjög snúin staða að vera í, þú ferð inn í með væntingar og svo gengur allt á afturfótunum. Það er mikilvægt fyrir alla sem koma að FH að átta sig á stöðunni. Við verðum að viðurkenna vandamálin og sætta okkur við vonbrigðin. Þetta er okkar raunveruleiki í dag, það er ekkert lið of gott til þess að falla, það er enginn leikmaður of góður til að falla og það er ekkert félag of stórt til þess að falla. Ég er sannfærður um að við getum snúið þessu við, það þarf bara samstillt átak frá öllum í félaginu til þess að snúa þessu við.“

Davíð segir það ekki koma til greina að skipta aftur um þjálfara og láta Eið Smára Guðjohnsen taka poka sinn. „Við höfum ekki rætt það, við erum mjög ánægðir með þjálfarateymið. Árangurinn er ekki góður, við erum ansi langt frá því að ná í þau stig sem við ætluðum okkur að ná í. Þessi ráðning var til framtíðar, við höfum fulla trú á þjálfurum okkar og þeim leikmönnum sem eru til staðar.“

Stuðningsmenn FH eru ósáttir með gang mála og sést það á mætingu þeirra í Kaplakrika. „FH er risastórt félag og við erum vanir velgengni, nú reynir á okkur öll. Það kemur okkur enginn úr þessari stöðu nema við sjálfir, það er í lagi að gagnrýna okkur miðað við spilamennskuna. Þetta snýst núna það að allir sem geta hjálpað til geri það, leikmenn, þjálfarar, við á skrifstofunni og svo stuðningsmenn. Það er betra að mæta á völlinn og þá er hægt að láta skoðun sína í ljós ef illa fer. Það er betra en að sitja heima,“ segir Davíð Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland