fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

„Það væri eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 08:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifaði á dögunum B.S. rannsókn við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík þar sem hann reyndi að rannsaka klefamenningu í íslenskum fótbolta. Hann skrifar pistil um niðurstöðuna á vefnum Fótbolti.net í dag.

„Hugtakið klefamenning kom víða upp í umræðu um #metoo og ásakanir á hendur íslenskum landsliðsmönnum í knattspyrnu árið 2021. Þó að hugtakið sé víða notað eru fræðimenn ekki sammála um inntak þess. Í raun virðist það eiga við um tal og hegðun karlmanna þegar þeir koma saman í hópum og er ekki einskorðuð við búningsklefa, heldur getur átt sér stað í golfferðum, veiðiferðum, grillveislum og ýmis konar mannamótum svo dæmi séu tekin,“ segir í pistli Alexanders sem hann birtir á Fótbolta.net.

Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn sem höfðu að minnsta kosti leikið 50 leiki í efstu deild, 17 ára aldursmunur var á yngsta og elsta viðmælanda. Margir höfðu leikið erlendis á ferlinum og eða komið við sögu í A-landsliði karla.

„Þó að leikmenn könnuðust við að hafa upplifað neikvæða klefamenningu, var það sjaldan innan sjálfs klefans. Nafnið á hugtakinu virðist þannig skapa misskilning um það sem er raunverulega verið að ræða. Þátttakendur vildu meina að það væri mun meira jákvætt við það að tilheyra liði,“ segir Alexander meðal annars í pistli sínum á Fótbolta.net.

„Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins.“

Um A-landslið karla:

Alexnader skrifar svo um A-landslið karla eftir viðtölin sín. „Athyglisvert var að sumir þátttakendur töluðu af eigin reynslu um að menningu innan A landsliðs karla hefði verið ábótavant, og á skjön við jákvæðari menningu í sínum félagsliðum. Það væri eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið.“

„Stór þáttur sem ýtir undir andlega vanlíðan er klefamenning sem einkennist af ótta, ofbeldi eða niðurlægingu.“

Hér eru dæmi um svör fótboltamanna sem Alexander birtir:

„Klefamenning er byggð á sleggjudómum og alhæfingum um alla en ekki þá sem eiga að fá skítinn”.

„Landsliðið er ekki staður né stund fyrir veiklyindi. Snýst um að vinna leiki”.

„Menn eru komnir út úr sínu umhverfi sem þeir eru fastir í og þeir eru kannski með einhverja djöfla og þarna telja þeir sig geta komist upp með þá án þess að það fari í eitthvað venjulegt umhverfi og þetta fær að grassera ef að kúltúrinn leyfir það”.

Pistil Alexanders er í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“