fbpx
Fimmtudagur 06.október 2022
433Sport

Mætti marin til vinnu eftir harkalegt kynlíf með Giggs

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í máli Ryan Giggs halda áfram. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um margs konar ofbeldi gegn fyrrum kærustu sinni, Kate Greville. Ofbeldið er af andlegum og líkamlegum toga.

Í dag var Elsa Roodt, yfirmaður Greville, kölluð í réttarsal til að bera vitni. Hún sagði frá atviki árið 2017, þegar Greville mætti í vinnuna marin eftir nótt með Giggs.

„Ég spurði hana hvernig hún fékk áverkana og hún sagði mér að eftir rifrildi hafi þau stundað nokkuð harkalegt kynlíf, marblettirnir væru frá því.“

Roodt sagði einnig frá því að Greville hafi mætt með marbletti á höndum sínum í vinnuna í febrúar 2020. „Hún sagði mér að Ryan hafi veist líkamlega að henni kvöldið áður á hótelherbergi.“

Yfirmaðurinn segir að hún hafi þurft að koma í veg fyrir skilaboð sem Giggs sendi stöðugt á Greville, þar sem þau væru að trufla hana í starfi sínu.

„Við þurftum að hringja í fyrirtækið sem sér um netið hjá okkur og loka á skilaboð frá Giggs,“ segir Roodt.

„Kate gat ekki unnið. Þetta var að þvælast fyrir vinnunni hennar svo við þurftum að loka á skilaboð frá honum.“

Roodt segir að Greville hafi virkað mjög hamingjusöm þegar hún byrjaði að vinna með henni. Það hafi hins vegar breyst fljótt og Greville orðið sífellt meira áhyggjufull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Siggi Höskulds hættir með Leikni

Siggi Höskulds hættir með Leikni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vakti verulega athygli fyrir ummæli sín í beinni – ,,Réttur leikari fyrir rétta kvikmynd“

Vakti verulega athygli fyrir ummæli sín í beinni – ,,Réttur leikari fyrir rétta kvikmynd“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn versnar staða FH og falldraugurinn er nú að verða raunverulegur

Enn versnar staða FH og falldraugurinn er nú að verða raunverulegur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allan Purisevic semur við Stjörnuna

Allan Purisevic semur við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þórhallur landar stóru starfi á Indlandi – Stoppaði stutt í Noregi

Þórhallur landar stóru starfi á Indlandi – Stoppaði stutt í Noregi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hér sérðu leiki kvöldsins í Meistaradeildinni – Íslendingarnir á Viaplay

Hér sérðu leiki kvöldsins í Meistaradeildinni – Íslendingarnir á Viaplay
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ógnvænlegt lið sem Real gæti teflt fram ef skotmörkin mæta – Myndi skilja City og Liverpool eftir í sárum

Ógnvænlegt lið sem Real gæti teflt fram ef skotmörkin mæta – Myndi skilja City og Liverpool eftir í sárum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjórir kostir sem United gæti skoðað sem arftaka Cristiano Ronaldo

Fjórir kostir sem United gæti skoðað sem arftaka Cristiano Ronaldo