fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Davíð Smári: „Það er risastórt fyrir okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 15:00

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, er sáttur með dráttinn í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið dróst gegn FH-ingum á heimavelli.

„Ég er sáttur að fá heimaleik, hlakka til að fá FH-inga í Safamýrina,“ sagði Davíð Smári við 433.is í höfuðstöðvum KSÍ eftir dráttinn í dag.

Kórdrengir léku aðeins í fyrsta sinn í deildarkeppni árið 2017, þá í 4. deild. Síðan þá hefur uppgangurinn verið mikill og liðið nú komið í 8-liða úrslit bikarsins. „Það er risastórt fyrir okkur. Það er ótrúlega mikil tilhlökkun að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Davíð.

Kórdrengir ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í ár en liðið er í áttunda sæti sem stendur. Þó er deildin afar jöfn og liðið aðeins sex stigum frá öðru sæti. „Spilamennskan okkar hefur verið góð. Mér finnst vera stígandi í liðinu. Við lendum í meiðslaveseni í byrjun og erum að klóra okkur til baka úr því. Við erum enn í séns í deildinni og í 8-liða úrslitum í bikar svo hingað til er ekkert svekkelsi. Við erum sáttir með stöðuna, inni í þessu öllu ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir