fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Gagnrýnir allar skiptingar Arnars harkalega

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 13:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason gagnrýnir skiptingarnar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands, gerði gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í gær.

Leiknum lauk 2-2. Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands. Liðið komst tvisvar yfir í leiknum.

Arnar gerði fimm skiptingar í leiknum en þá fimmtu gerði hann í blálokin þegar Albert Guðmunsson kom inn á fyrir Þóri Jóhann. Arnar gerði fyrst tvöfalda skiptingu eftir klukkutíma leik þegar Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn á fyrir Aron Sigurðsson og Andra Lucas Guðjohnsen. Ísak kom út á hægri kantinn sem er ekki hans ákjósanlega staða. Þá var Sveinn Aron arfaslakur eftir að hann kom inn á og gerði lítið sem ekkert.

Arnar gerði aðra tvöfalda skiptingu þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá komu þeir Aron Elís Þrándarsson og Stefán Teitur Þórðarson inn á fyrir Birki Bjarnason og Jón Dag Þorsteinsson. Á þessum tímapunkti voru fimm miðjumenn inn á vellinum á sama tíma.

„Þessar skiptingar, allar, fannst mér spes,“ sagði Albert Brynjar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

„Í seinna hollinu, þeir eru búnir að jafna. Þar skil ég ekki af hverju þú setur ekki Albert þá inn og færir þá Ísak niður á miðju. Við erum að reyna að sækja til sigurs og þetta var bara fullt af miðjumönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“

Allt klappað og klárt milli Inter, Chelsea og Lukaku – ,,Nú er að njóta endurkomunnar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“

RÚV náði ekki sambandi við gervihnött – „ Beðist er velvirðingar á þessu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara

Nýjar vendingar – Fullyrða að De Jong vilji ekki fara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“

Mamma hennar ráðlagði henni að sofa hjá á hverjum degi – „Ég skipa honum að vera snöggur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia