fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Hrækt á Óskar Hrafn á Akranesi um helgina – Myndband til af atvikinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. maí 2022 14:29

Óskar Hrafn Þorvaldsson. fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrækt var á Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks er liðið heimsótti ÍA í Bestu deild karla á laugardag. Frá þessu greindi Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.

Breiðablik gerði góða ferð á Akranes á laugardag þar sem liðið vann 1-5 sigur á Skagamönnum. Mikil stemming hefur verið í stúkunni hjá Skagamönnum í upphafi Bestu deildarinnar en hluti stuðningsmanna virðist þó hafa farið fram úr sér á laugardag.

„Ég trúði því ekki þegar ég fékk þetta, þetta er galið. Í stúkunni er misjafn sauður í mörgu fé, það voru sauðir sem ákváðu að hrækja á Óskar Hrafn. Við erum með myndband af þessu þar sem hann þurrkar hráku af hendinni á sér,“ segir Kristján Óli í Þungavigtinni.

Kristján segir að málið sé í skýrslu dómarans. „Þetta hlýtur að hafa eftirmál, þetta er komið í skýrslu dómarans.“

Samkvæmt heimildum 433.is rigndi hrákum yfir bekk Breiðabliks nánast linnulaust allan síðari hálfleikinn en hið minnsta ein endaði á Óskari Hrafni.

Eggert Ingólfur Herbertsson formaður knattspyrnudeildar ÍA kvaðst í samtali við 433.is meðvitaður um málið, hann sagði Skagamenn taka því alvarlega og að farið yrði í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að svona atvik komi upp aftur.

Bekkur Breiðabliks var fyrir aftan stuðningsmenn ÍA en á sama tíma var bekkur Skagamanna fyrir framan stuðningsmenn Breiðablik, Skagamenn skoða það að setja gestaliðið fyrir framan sína stuðningsmenn og bekk Skagamanna fyrir framan stuðningsmenn ÍA.

Stuðningsmenn ÍA hafa fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í stúkunni í upphafi móts en gríðarleg stemming er í kringum þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum